Mánudagurinn brosir við okkur í Hannesarholti, þar sem við erum endurnærð eftir söngstund sunnudagsins, sem heppnaðist glimrandi vel og verður vonandi reglulegur viðburður. Við stillum okkur innávið og fögnum hugleiðslunámskeiði Lotushúss, sem hefst hér aftur þriðjudaginn 6.nóvember og stendur næstu fjóra þriðjudaga. Laugardagurinn verður svo helgaður Göngum saman, sem heldur í Hljóðbergi uppskeruhátíð, þar sem afrakstur húfuprjónaátaksins sem stóð allan október, verður seldur til styrktar félaginu. Allt söfnunarfé Göngum saman rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.