Í hljóðfalli leikandi ljóða

lauga ég huga minn,

og nýja, kælandi krafta

og kvikari blóðrás finn.

 

Mér finnst sem bylgjur mig beri

og blakti um vanga mér þýtt,

og svalandi kjassi og kyssi

og hvísli svo lokkandi blítt.

 

Áfram, áfram þær líða,

út frá ströndum þær ber.

Raddir frá hyldýpi hafsins

hljóma í sálu mér.