Það má með sanni segja að desember hafi verið sérlega viðburðaríkur og skemmtilegur. En nú eru aðeins tvennir jólatónleikar eftir og sannarlega vandi að velja,ef menn ætla ekki bara á báða. Á þriðjudagskvöld er það Íslenski sönglistarhópurinn sem syngur jólin inn í hjörtu okkar með afar fjölbreyttu lagavali. Ætti sannarlega að koma þeim í jólaskap sem enn hafa ekki náð þeim árangri. Á sunnudag fáum við svo til okkar eina fremstu söngkonu okkar Íslendinga, sem búsett er í Madrid. Það er engin önnur en Guðrún J Ólafsdóttir mezzósópran og Dúó Roncesvalles sem syngja okkur inn í jólin. Enn eru örfáir miðar eftir á báða tónleikana. Einfaldast er að kaupa miða á www.midi.is en einnig fást þeir við innganginn. Sjá nánari upplýsingar um báða viðburði á spaltanum hér hægra megin.

Borðstofan verður opin til kl. 18:00 á Þorláksmessu og opnar aftur 3. janúar kl. 11:00.