Þá er fyrsta vinnuvika ársins á enda runnin og óhætt að segja að árið fer vel af stað. Fullt hefur verið út úr dyrum í Borðstofunni í allan dag og fólk á ferð um húsið í skoðunarferðum. Verið er að undirbúa dagskránna í Hljóðbergi fram á vorið og verður hún opinberuð fyrr en seinna. Búast má við skemmtilegum tónleikum af ýmsu tagi, heimspekispjalli og heilsuspjalli og auðvitað fá bókmenntirnar sinn sess hér í húsi skáldsins. Það er sem sagt fjölmargt að hlakka til en við óskum ykkur góðrar helgar og hvetjum ykkur til að njóta hversdagsins.