Góðir gestir mættu í Hljóðberg í morgunskímunni til að hlúa að flyglinum Steina. Víkingur Heiðar Ólafsson var heldur kátur að fá með sér í Hannesarholt hollenska listamanninn Michel Brandjes, sem að sögn Víkings tekur öðrum fram í að fínstilla “litinn” í hljóðfærum. Það fór vel á með öllum í selskapnum, og Steini sat sæll eftir í sínu Hljóðbergi eftir að tvímenningarnir voru flognir á braut til frekari afreka í útlöndum. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina.