Eins og áður hefur komið fram hélt Hannesarholt uppá eins árs afmælið 8.febrúar síðastliðinn. Ýmsar góðar gjafir bárust af því tilefni, og meðal þess voru blóm af ýmsum gerðum sem hafa glatt heimilisfólk síðan. Á annarri hæðinni hafa þessar liljur staðið stoltar og lotið höfði fyrir náunganum síðan á afmælisdaginn, meðan blómailmurinn frá þeim fyllir vitin. Við kunnum vel að meta og þökkum fyrir okkur.