Heiðursmaðurinn og fyrrum prófessorinn Dick Ringler á heiðurinn af því að gera þetta ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Nú andar suðrið, aðgengilegt öðrum en íslenskumælandi fólki. Bókin Bard of Iceland kom út 2002 í Háskólaútgáfunni í Madison, Wisconsin, og var endurútgefin í pappírskilju hjá Forlaginu í Reykjavík 2010, og geymir þýðingar Ringlers á stærstum hluta höfundarverks Jónasar. Dick Ringler hefur sinnt íslenskri menningu síðastliðna áratugi, þar sem hann kenndi íslensku við University of Wisconsin í Madison frá árinu 1960, og þar ber hæst ást hans á Jónasi Hallgrímssyni og rækt við höfundarverk hans. Dick Ringler varð áttræður í síðustu viku janúar og af því tilefni efndi Hannesarholt til samsöngs fyrir almenning á Jónasarlögum á íslensku og ensku. Margrét Pálmadóttir leiddi sönginn ásamt Ragnheiði Jónu Jónsdóttur, Ástvaldur Traustason spilaði með á flygilinn og Viðar Víkingsson tók upp á myndband sem má sjá hér:

Afmælisbarnið er himinlifandi yfir uppátæki okkar og segist aldrei hafa fengið betri afmælisgjöf. Sendir þakklæti yfir hafið til baka til allra sem tóku þátt. „I’ve never received a nicer birthday present. Thank everyone from me when you run into them.“