Jakob Frímann Magnússon færði Hannesarholti óvænta gjöf frá STEFi á afmælishátíðinni 8.febrúar. Gjöfin er innrammað lag og viðeigandi söngtexti sem urðu til í Hannesarholti á fulltrúaráðsfundi STEFs í Hannesarholti 11.maí 2013. „Áskell Másson samdi lagið og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson textann. Verkið var frumflutt síðla kvölds. Björgvin Halldórsson og Jakob Frímann Magnússon þöndu raddböndin, en Þórir Baldursson annaðist útsetningu og undirleik.“