Fjölbreytileikinn er allsráðandi í Hannesarholti á HönnunarMars, þar sem m.a. verða sýnd verk innblásin af goðsögunni um Medúsu.

Íslenskir og sænskir hönnuðir standa að sýningunum, bæði í samstarfi, sjálfstætt og í samhjálp. Má þar nefna Medusa Design Projects, sem er samstarfsverkefni sænska hönnuðarins Petru Lilju og Víkur Prjónsdóttur, hönnunartvíeykið Whitehorse, sem Hanna Dís Whitehead og Rúna Thors skipa og fimm sænska hönnuði sem hafa gefið skissur af verkum sínum til styrktar Summit Travel Grant, ferðasjóði fyrir unga hönnuði. Nánari upplýsingar má finna á vef Hönnunarmars 2014: www.honnunarmars.is