Ef að líkum lætur má búast við talsverðum fjölda þátttakenda í næstu gönguferð Guðjóns Friðrikssonar, en um 150 manns mættu í síðustu göngu og var þá gripið til þess ráðs að skipta hópnum í tvennt.  Alls verða gönguferðirnar fjórar og víst er að menn fara fróðari af fundi við Guðjón. Að þessu sinni mun hann ganga um Skólavörðustíginn og Skólavörðuholtið og fræða fólk um hús og íbúa götunnar í gegnum tíðina. Á Skólavörðuholtinu er auðvitað einnig frá fjölmörgu fróðlegu að segja. Farið er frá Hannesarholti kl. 11:00 og upplagt að enda þessa skemmtiferð með dögurði í Borðstofunni. Þar má einnig skoða stutta heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar. Miðar eru seldir á midi.is og kosta 2.000 kr. Ekki verða seldir fleiri en 40 miðar svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.