Vikulokin framundan eru viðburðarík í Hannesarholti. Á föstudaginn 16.maí verða útgáfutónleikar hljómsveitarinnar My Bubba, til að kynna fjögurra daga gamlan disk sem hún hefur gefið út. Hannesarholt stendur fyrir leshring um bókina Stúlka með maga á laugardaginn kl.14 og mæta bæði höfundur bókarinnar, Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir og ritstjóri hennar, Guðrún Sigfúsdóttir. Sunnudagurinn heilsar með þriðju sögugöngunni á þessu vori sem Guðjón Friðriksson sér um fyrir Hannesarholt, og mun Laufásvegurinn vera í aðalhlutverki í þessarri göngu. Það er því óþarfi að láta sér leiðast þótt Vetur konungur sé genginn sína leið og nóg um að vera í Hannesarholti.