Við höfum opið hér í Hannesarholti á þjóðhátíðardaginn og bjóðum gestum og gangandi að líta inn og hvíla lúin bein. Starfsfólk Borðstofunnar tekur vel á móti ykkur. Þar má gæða sér á hinum rómaða dögurði, fá sér heita súpu eða nýbakaðar vöfflur og súkkulaði. Njótið dagsins!