Heimilisfólkið í Hannesarholti og Borðstofunni ákvað að taka stutt frí á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu til að sinna garðvinnu og njóta þess einstaka blíðviðris sem boðað er þessa daga. Við opnum upp á gátt á þriðjudag klukkan ellefu og tökum vel á móti öllum sem vilja heimsækja okkur í þetta fallega hús á Grundarstíg 10.