Á dögunum fengum við heimsókn frá fólki sem kom á vit minninganna í Hannesarholt. Haukur Hávar Jónsson frá Regina í Saskatchewan,  og Vigdís Siguðardóttir. Þau höfðu frá mörgu að segja og voru ánægð með ástand hússins eins og það lítur út í dag. Systkinin Guðrún Mjöll og Gylfi Már Guðbergsbörn voru meðal þeirra sem ólust upp í húsinu, en Haukur er sonur Guðrúnar sem gjarnan er kölluð Úlú og Vigdís var eiginkona Gylfa heitins. Takk fyrir komuna bæði tvö.