Það var gleðidagur hér í Hannesarholti í gær þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti húsinu viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endurbætur. Það er alltaf gaman þegar menn uppskera laun erfiðisins og sjá að það var til einhvers barist. Hér má lesa niðurstöður valnefndar sem í sátu Margrét Þormar, arkitekt og Drífa Kristín Þrastardóttir, sagnfræðingur . Við vonum sannarlega að þessi viðurkenning verði öðrum hvatning til að bretta upp ermar og hlúa að menningarverðmætum borgarinnar.