Við i Hannesarholti og Borðstofunni styðjum eindregið réttindabaráttu hinsegin fólks og höfum skreytt húsið með regnbogafánum í tilefni af Hinsegin dögum sem ná hámarki á morgun laugardag þegar Gleðigangan fer um borgina með allri sinni litadýrð og gleðilátum. Borðstofan er opin upp á gátt fyrir alla þá sem þurfa að seðja hungrið eða fá sér góðan kaffibolla í hita leiksins. Og svo er ekki úr vegi að fá sér góðan dögurð á sunnudaginn til að byggja sig upp eftir fjörið. Húsið verður opið frá klukkan ellefu til sex báða dagana.

Við viljum líka vekja athygli á að sænska glerlistasýningin á risloftinu verður opin til 18. ágúst. Hún er litrík og falleg eins og Gleðigangan. Verið hjartanlega velkomin!