Veitingamennirnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson handsala samning um veitingarekstur í Hannesarholti við Ragnheiði Jónsdóttur, stofnanda Hannesarholts. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af eldamennsku bæði innanlands og utan og eru óþreygjufullir að spreyta sig í veitingahúsi Hannesarholts sem opnar þriðjudaginn 23.september kl.11. Í tilefni af ljóðatónleikum Gerrit Schuil og Elmars Gilbertssonar verður tekið forskot á sæluna sunnudaginn 21.september með kaffi og meðlæti frá 14-18.