Í tengslum við listaspjall Eggerts Péturssonar og Guðna Tómassonar þriðjudagskvöldið 21.október verður boðið uppá kvöldverð frá kl.18.30. Matarmikil fiskisúpa með heimabökuðu brauði á kr.1490. Kaffi og sætmeti einnig í boði. Innangengt milli hæða, kvöldverður í veitingastofunum á 1.hæð en listaspjallið í Hljóðbergi í viðbyggingu inn af neðstu hæðinni. Borðapantanir í síma 511-1904.