Það er sannkölluð tónlistarhelgi í Hannesarholti framundan. Samsöngur á sunnudag og þrennir tónleikar á laugardagi. Valinkunnir listamenn auðga andann með list sinni: Þórunn Björnsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Eva Þyrí Hilmarsdóttir, Kristian Anderssen, Allister Kindingstad, Veronika Dokken, Live M.Danielsson, Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir.. Nú þarf enginn að láta á móti sér að njóta með okkur tónlistar, úr mörgu að velja.