Síðastliðinn laugadag var lesið úr 9 bókum í Hannesarholti sem tilnefndar voru til Fjöruverðlaunanna nýverið. Það var mikil stemning í hópnum og var húsfyllir á lestrinum. Upplesturinn hófst á baðstofulofti Hannesarholts, en færðist niður í salinn í garðinum, Hljóðberg, eftir því sem fjölgaði í áheyrendahópnum. Okkur í Hannesarholti var það mikil ánægja að hýsa þennan viðburð og óskum höfundum bókanna velfarnaðar.