29.janúar hefur verið nefndur sem dagur líffæragjafa. Þann 31.janúar verður opnuð sýning í Hannesarholti þar sem líffæragjafir eru yrkisefni listamannanna Siggu Heimis, sem yrkir í gler og sýnir á baðstofuloftinu og Ella Egilssonar sem sýnir teikningar í veitingastofunum á 1.hæðinni. Málstofa um líffæragjöf verður haldin þann 14.febrúar kl.14, þar sem líffæragjafar og þegar koma og deila reynslu sinni. Sýningin stendur út febrúar.