Líffærasýningu Ella Egilssonar og Siggu Heimis sem verið hefur í Hannesarholti frá síðustu mánaðarmótum lýkur nú um næstu mánaðarmót. Elli sýnir teikningar í veitingastofunum á 1.hæðinni og Sigga sýnir glerlist á 2.og 3.hæð. Um miðjan mánuðinn var málstofa um líffæragjafir, sem tókst afar vel. Þar tóku til máls einstaklingar sem höfðu gefið líffæri, einstalingar sem höfðu þegið og einstaklingar sem voru á biðlista eftir líffæri. Tilefni sýningarinnar er að hvetja landsmenn til að skrá sig sem líffæragjafa. Ólíkt því sem margir halda mun ekki vera aldurstakmark í líffæragjöfum. Á vef landlæknis má skrá sig sem líffæragjafa.

https://donor.landlaeknir.is/