Helgin framundan er spennandi í Hannesarholti. Samsöngurinn á sunndaginn kl.15 verður í höndum Kristínar Valsdóttur og Ragnheiðar Haraldsdóttur, sem gestir Hannesarholts þekkja af góðu einu. Nú stendur yfir Hönnunarmars, og eru efstu tvær hæðirnar í Hannesarholti undirlagðar af spennandi hönnun eftir fimm hönnuði, Hönnu Dís Whitehead, Pétur Örn Eyjólfsson, Sören Oscar Duvald, Dögg Guðmundsdóttur og Hrafnkel Birgisson. Hönnuðirnir verða til viðtals um helgina, ef fólk vill heyra í þeim og fá nánari upplýsingar um hönnun þeirra.