Á degi bókarinnar 23.apríl, sem jafnframt er SUMARdagurinn fyrsti, endurtekur Vilborg Davíðsdóttir fyrirlestur um bókina sína Ástin, drekinn og dauðinn. Vikan er að öðru leyti helguð Barnamenningarhátíð. Dúo Stemma verður með tónleikhús kl.14 og 16 sama dag og sunnudaginn 26.apríl verður Þórey Mjallhvít með Skissuævintýri.