Vikan eftir páskaleyfi verður viðburðarík í Hannesarholti. Miðvikudagskvöldið 8.apríl kl.20 verður í Hljóðbergi Kvöldstund með Helgu Þórarins. Helga deilir með gestum lífi sínu í tónlistinni og spilar uppáhaldstónlist af upptökum. Margt má af Helgu læra, sem heldur áfram ótrauð þrátt fyrir óvæntar áskoranir. Samsöngur tekur völdin föstudagskvöldið 10.apríl og munu Júlíana Indriðadóttir og Sigurkarl Stefánsson leiða hópsöng. Þetta er í fyrsta sinn sem samsöngur er haldinn að kvöldi til. Laugardaginn 11. apríl leggja saman krafta sína frænkurnar Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir sópransöngkona og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari á eftirmiðdagstónleikumtónleikum.