Framundan eru kvöldviðburðir þar sem hið talaða orð er í öndvegi. Föstudagskvöldið 17. apríl er Kvöldstund með Valgarði Egilssyni og fjölskyldu, þar sem hæfileg blanda af fróðleik og tónlist kallast á. Mánudagskvöldið 20.apríl er heimspekispjall í samvinnu við Siðfræðistofun Háskóla Íslands og Amnesty International, þar sem mannréttindi verða í brennidepli. Veitingastofur á 1.hæð opnar frá kl.18-20 bæði kvöld, borðapantanir.