Föstudagskvöldið 10.apríl er fyrsta samsöngsstundin sem haldin er í Hannesarholti að kvöldi til, en hingað til hafa þær verið á sunnudagseftirmiðdegi. Allir syngja með sínu nefi, en tónlistafólkið og kennararnir Júlíana Indriðadóttir og Sigurkarl Stefánsson leiða stundina. Laugardaginn 11.apríl munu frænkurnar og tónlistarkonurnar Sólborg Valdimarsdóttir og Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir í fyrsta sinn koma fram saman á tónleikum. Það er vor í lofti og söngurinn opnar hjartað. Veitingastofurnar á 1.hæð opnar fyrir tónleika báða dagana.