Miðvikudagskvöldið 6.maí lofar góðu í Hannesarholti. Auður Eir og Edda Andrésdóttir munu deila með gestum skemmtilegum sögum og minningum af æskusporum á Grundarstígnum, sem Auður deildi með Eddu þegar þær skrifuðu saman minningabók Auðar fyrir nokkru síðan. Veitingastofurnar opnar á undan kvöldstundinni eins og vant er og hægt að gæða sér á léttum kvöldverði. Borðapantanir í síma 511-1904.