Það er auðvelt að halda því fram að enginn núlifandi íslendingur hafi haft jafnmikil áhrif á landa sína og jafnvel umheiminn eins og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Henni verður seint fullþakkað fyrir að hún skyldi svara kallinu og taka áskoruninni um að bjóða sig fram til forseta árið 1980. Hannesarhyltingar fjölmenna að sjálfsögðu á Arnarhól sunnudagskvöldið 28.júní til að samfagna með þjóðinni á þessum gleðidegi.