Menningarnótt fór vel fram í Hannesarholti og enn má sjá bréfdúfur og hrafna í öllum regnbogans litum flögra um húsið, eftir að félagar í Origami Ísland deildu með gestum snilli sinni í bréfbroti. Vatnslitamyndir Ólafar Svövu prýða veggi veitingastofanna og gleðja augað jafnt sem andann. Sýningin mun hanga uppi út september, þannig að þið sem ekki komust á opnunina hafið tímann fyrir ykkur að skoða fyrstu opinberu sýningu Ólafar. Í vikulokin, á föstudaginn kl.17 verður svo málþing í Hljóðbergi um bók Valgarðs Egilssonar, Steinaldarveisluna. Nánar um það hér á græna fletinum.