Karoliina lærði upphaflega vefnað og hönnun en hefur um nokkurt skeið helgað sig þæfingu. Þetta listform veitir henni það frelsi sem hún sækist eftir í formum og litablöndun. Verkin eru litrík og flest óhlutbundin en mörg þeirra vísa engu að síður í þjóðsögur og sagnir en önnur eru innblásinn af landslagi og litum náttúrunnar.
Karoliina notar eingöngu ull sem hún vinnur sjálf. Kindurnar eru af sjaldgæfum finnskum fjárstofni frá lífrænt vottuðum býlum. Karoliina þvær ullina og litar og kembir í stórri 100 ára gamalli þýskri kembivél. Hún hefur þróað eigin aðferðir við þæfingu sem gera henni kleift að skapa sérstök og heillandi myndverk.
Karoliina hefur haldið einkasýningar á verkum sínum í Finnlandi og tekið þátt í fjölda samsýninga utan Finnlands. Verk eftir hana eru í eigu opinbera safna í Finnlandi svo sem National Design Museum í Helsinki og National Craft Museum Jyväskylä sem og einkaaðila víða um heim. Nánari upplýsingar um Karoliinu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: www.liinalommi.com
Sýningin stendur til sunnudagsins 25. október og er opin á opnunartíma hússins frá 8-17 virka daga og frá 11-17 um helgar.
Nánari upplýsingar veitir:
Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, hfi@heimilisidnadur.is, sími 8480683.