Talað orð á athyglina í Hannesarholti þessa vikuna. Heimspekispjall  á mánudagskvöld og „Gyrðisvaka“ dagskrá um Gyrði Elíasson og verk hans á miðvikudagskvöld í umsjá Sigurðar Skúlasonar leikara. Báðir viðburðirnir verða haldnir í Hljóðbergi og bæði kvöldin er hægt að panta léttan kvöldverð á undan í síma 511-1904. Menningarplatti er borinn fram frá kl.18.30 í veitingastofunum á 1.hæð.