Félag íslenskra fræða stendur fyrir bókmenntakvöldi miðvikudagskvöldið 25.nóvember klukkan 20.00

Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Guðmundur Andri Thorsson og Halldór Guðmundsson munu spjalla um nýútkomnar bækur sínar, ævisöguleg skrif og hvaðeina sem kann að bera á góma. Bók Halldórs, Mamúska, fjallar um vináttu höfundar og Mamúsku sem hann kynntist á reglulegum ferðum sínum til Frankfurt. Guðmundur Andri hefur skrifað bókina Og svo tjöllum við okkur í rallið, minningar og hugrenningar um föður hans, Thor Vilhjálmsson, sem hefði orðið níræður á þessu ári.