Þóra Björk Schram sýnir nú verk sín í veitingastofum Hannesarholts.
Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni.
Þóra vinnur verkin sín í mörgum lögum þannig að litirnir öðlast mikla dýpt og um leið skapast viss dulúð í myndunum.