Sönglistin á hug okkar allan á sunnudaginn 22.nóvember. Samsöngur kl.15 undir stjórn Kristínar Valsdóttur og Ragnheiðar Haraldsdóttur tónmenntakennara, þar sem kynslóðir sameinast og börn frá frítt inn. Nærandi samvera kl.17 með Guðrúnu Tómasdóttur, Bjarka Bjarnasyni, Diddú, Önnu Guðný Guðmundsdóttur og Sigurði Ingva Snorrasyni. Minningarbrunnur Guðrúnar er djúpur og tónlistin tengir þessa nánu vini úr Mosfellsdal.