Það er nóg um að vera í Hannesarholti um helgina. Við opnum klukkan 11.00 og brönsinn verður á sínum stað bragðgóður og fallegur. Svo er hægt að fá kaffi og kökur til klukkan 17.00.

Dóra Emils myndlistarkona verður hér á laugardaginn frá klukkan 12.00- 14.00 en nú stendur yfir sýning á nýjum Babúskuteikningum hennar í veitingastofunum.

Á laugardagskvöldið klukkan 20.00 er hér Dagskráin ” Og þá kom stríðið” með söngvum og sögum. Miðar á www.midi.is. Listafólkið Guðrún Ásmundsdóttir sögumaður, Alexandra Chernyshova sópran söngkona, Ásgeir Páll Ágústsson barítón söngvari og Jónína Erna Arnarsdóttir píanóleikari flytja. Veitingastofurnar opna kl. 18.30.

Á sunnudaginn klukkan 15.00 er komið að tónleikaröð í samstarfi við Gerrit Schuil píanóleikara, sem fær til liðs við sig einvalalið söngvara. Þetta eru aðrir tónleikar vetrarins og er gestur hans nú Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran sem syngur Mignon –  ljóð eftir Schubert, Robert Schumann & Hugo Wolf og Gerrit Schuil spilar með á flygilinn. Miðar á tónleikana eru á www.midi.is