2. – 8. nóvember

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og Þorleifur Hauksson, fræðimaður lesa ljóð og ræða saman á Kvöldstund með gestum í Hljóðbergi á mánudagskvöld. Veitingastofurnar verða opnar frá kl. 18.30 fyrir þá sem vilja fá sér léttan kvöldverð í formi menningarplatta fyrir kvöldstundina. Borðapantanir í síma 511 1904.

Um helgina verður nóg um að vera. Á föstudagskvöld kl. 20.00 mun Þjóðlagasveitin Hrafnar halda uppi stuðinu í Hljóðbergi með sínum einstaka hætti. Tónleikarnir verða þeir þriðju sem Hrafnar halda hjá okkur í Hannesarholti og við þorum að lofa syngjandi sveiflu og góðri skemmtun.

Og þá kom stríðið… Dagskrá með söngvum og sögum úr Seinni Heimsstyrjöldinni er á dagskrá á laugardagskvöldið 7. Nóvember. Einstök dagskrá í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur sem er sögumaður og  dásamlegur flutningur Alexöndru Chernyshovu, sópran, Ásgeirs Páls Ágústssonar, barítón og Jónínu Ernu Arnardóttur, píanóleikara á vinsælum lögum frá stríðsárunum.

Bæði föstudags- og laugardagskvöld opna veitingastofurnar kl. 18.30 fyrir gesti sem vilja gæða sér á menningarplatta áður en dagskrá hefst. Sætapláss er takmarkað og því þarf að panta borð í síma 511 1904 eða á hannesarholtg@hannesarholt.is í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir.

Á sunnudaginn mun Valgerður H. Bjarnadóttir leiða gesti í ferð um ljóð og líf Davíðs Stefánssonar undir yfirskriftinni Ég nefni nafn þitt – ástarljóð Davíðs Stefánssonar. Dagskráin verður í veitingastofunum á 1. hæð kl. 16.00 og því tilvalið að mæta fyrr og kaupa veitingar áður en dagskráin hefst.

Miðasala á alla viðburði fer fram á midi.is og við hvetjum alla til að tryggja sér miða fyrirfram.