Agnes Thorsteins mezzósópran heldur tónleika sunnudaginn 3. janúar 2016 í Hannesarholti klukkan 16.00 og með henni leikur  amma hennar Agnes Löve á píanó.

Miðar á þennan viðburð eru á www.midi.is

Agnes er að ljúka BA söngnámi við Universität fúr Musik und darstellende Kunst í Vínarborg og er að hefja Mastersnám við sama skóla.

Efnisskrá tónleikanna er hluti af efnisskrá þeirri er hún flytur í sambandi við lokaprófið og kennir þar ýmissa grasa en hún flytur bæði ljóð eftir m.a.
Jón Ásgeirsson Fauré, Rachmnaninoff o. fl. og óperuaríur eftir Mozart, Händel, Bizet og J. Strauss.