Um miðja viku mun Anna Kristín Þorsteinsdóttir setja upp sýningu í veitingastofunum á klippimyndaseríu sem ber yfirskriftina „Escape Landscape“

Í Escape Landscape setur Anna Kristín saman brot af mismunandi landslögum frá öllum heimshornum og tekur þannig landslagið úr samhengi við ímyndina af sjálfu sér til að skapa nýtt. Himalaya fjöllin spretta upp úr Sahara eyðimörkinni og frumskógar Brasiliu teygja sig upp í eiturgræn norðurljós.