Það er alltaf þess virði að líta inn í Hannesarholt.

Gómsætur matur í hádeginu, kaffi og dýrindis kökur og svo eru endalaust spennandi viðburðir og sýningar í boði.

Í kvöld miðvikudaginn 20 janúar klukkan 20.00  mun Dagný Kristjánsdóttir flytja fyrirlestur um “ Börn í bókum“ á vegum Félags íslenskra fræða en aðgangur er ókeypis á þennan viðburð.

Í Veitingastofunum hangir nú klippimyndasería Önnu Kristínar Þorsteinsdóttur  sem ber yfirskriftina „Escape Landscape“ Í seríunni setur Anna Kristín saman brot af mismunandi landslögum frá öllum heimshornum og tekur þannig landslagið úr samhengi við ímyndina af sjálfu sér til að skapa nýtt. Sýningin stendur til 20. febrúar.

„Komdu “ 100 ára skáldaafmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi verður í Hljóðbergi fimmtudagskvöldið 21. janúar klukkan 20.00. Í þessari viðburðaröð leiðir Valgerður H. Bjarnadóttir gesti í ferð um ljóð og líf Davíðs.

Miðar á þennan viðburð ertu til sölu hér

Laugardaginn 30. Janúar standa Hannesarholt og Íslenska óperan í annað sinn að óperukynningu í Hannesarholti. Að þessu sinni verður óperan DON GIOVANNI eftir Wolfgang Amadeus Mozart kynnt en Íslenska óperan mun frumsýna hana í Hörpu þann 27. Febrúar.

Á þessum viðburði fá gestir að kynnast verkinu, flytjendum og öðrum sem koma að sýningunni. Nokkrir einsöngvaranna munu flytja valin tónlistaratriði úr óperunni auk þess sem leikstjórinn veitir innsýn í sína nálgun á verkinu.

Bornir verða fram smáréttir úr eldhúsi Hannesarholts á meðan á dagskrá stendur, þetta er því einstakt tækifæri til að njóta menningar og veitinga í glæsilegum húsakynnum Hannesarholts.

Miðasala fer fram hér