Það stendur mikið til í Hannesarholti þessa vikuna; bókmenntaspjall, tónleikar, Hönnunarmars og samsöngur.

Mánudagskvöldið 7. mars verður Páll Baldvin Baldvinsson með bókmenntaspjall í Hljóðbergi um verk sitt Stríðsárin 1938 – 1945. Páll mun segja frá tilurð verksins og sýna ljósmyndir frá þessum áhrifamiklu tímum í sögu landsins.

Á miðvikudag heldur hinn ungi og efnilega píanóleikari Már Gunnarsson tónleika í Hljóðbergi. Tónleikarnir eru stryktartónleikar til hljóðfærakaupa og Már hefur fengið fjölda söngvara með sér í lið sem munu koma fram á tónleikunum en það eru: Herbert Guðmundsson, Geir Ólafsson, Ívar Daníels, Magnús Hafdal, Ísold Wilberg og Ágúst Ingvarsson.

Hönnunarmars stendur yfir dagana 10. – 13. mars og eins og áður hýsum við sýningar hönnuða og hafa þeir aldrei verið fleiri og sýningarnar fjölbreyttari en nú. Formleg opnun verður fimmtudaginn 10. Mars frá kl. 18.00 – 21.00 og sýningar verða aðgengilegar á opnunartíma hússins föstudag frá kl. 8.00 – 17.00, laugardag frá kl. 11.00 – 17.00 og sunnudag frá kl. 11.00 – 17.00

Í Hljóðbergi sýna Saga Kakala og Katrín Ólína Pétursdóttur silkislæður. Í Veitingastofum er það Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir sem sýnir kryddjurtapotta sem hún nefnir Lífæð í veitingastofum verður einnig finnska hönnunarteymið Saana ja Olli sem sýna textíl í mismunandi formi.

Á annarri hæðinni sýnir NORTH LIMITED vörulínu sína í heild sínni. NORTH LIMITED er samstarfshópur þriggja íslenskra hönnuða, þeirra Guðrúnar Valdimarsdóttur, Þórunnar Hannesdóttur og Sigríðar Hjaltdal sýnir vörulínur sínar í heild sinni.

Í arinstofunni verður STAFLI með gagnvirka hljóðlistaverkið Þjóðarsálin, sem býður gestum og gangandi að leggja orð í belg og hlusta á innlegg annarra. Verkið samanstendur af gömlum skífusíma og FM útvarpi sem búið er að nútímavæða.

Á risloftinu verður sýningin FALINN SKÓGUR – framhald sem er smækkuð mynd af sýningunni FALINN SKÓGUR – rekaviður í hönnun sem sett var upp í Djúpavík á Ströndum sumarið 2015. Sýnd verð 12 ólík verk ásamt heimildarmynd sem unnin var um verkið.

Sunnudaginn 13. mars er aftur komið að samöng í Hljóðbergi sem verður að þessu sinni í umsjá Björgvins Þ.Valdimarssonar. Textar birtast á tjaldi til upprifjunar og allir syngja með sínu nefi. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og eins og áður fá börn frítt inn í fylgd með fullorðnum.

Eins og alltaf bjóðum við uppá hádegisverð á virkum dögum, brunch laugardaga og sunnudaga og heimabakaðar dásemdir alla daga til kl. 17.00