Sólin skín innum gluggana og minnir á að vorið er að koma. Grafíkmyndir Hildar Björnsdóttur prýða veggi veitingastofanna út þessa viku, en sýningin verður tekin niður eftir helgi. Syngjandi gleði mun hljóma um húsið á sunnudaginn kl.15, þegar Sigurkarl Stefánsson leiðir gesti í söngperlum á borð við Fröken Reykjavík og Vor í Vaglaskógi. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.