Dymbilvikan er runnin upp og í Hannesarholti er Þjóðarsál Þórðar Hans Baldurssonar og Halldórs Eldjárn enn virk og er fólki velkomið að segja það sem því býr í brjósti í gamla símtólið á annarri hæðinni, sjá:www.thjodarsalin.is. Kryddjurtapottar Ingibjargar Óskar Þorvaldsdóttur, sem hún nefnir “lífæð” prýða enn gluggana í veitingastofunum, en bæði verkefnin tóku þátt í Hönnunarmars. Grafíksýning Hildar Björnsdóttur í veitingastofunum stendur enn. Hannesarholt gefur starfsfólki frí um páskana og húsið lokar á Skírdag, fimmtudaginn 24.mars. Opnum aftur þriðjudaginn 29.mars. Verið velkomin aftur eftir páska.