Að kvöldi föstudagsins 4. mars og laugardagsins 5. mars gefst gestum Hannesarholts kostur á að gæða sér á dýrðlegum fimm rétta vegan-matseðli
Hannesarholt hefur undafarna mánuði boðið uppá veganrétti alla daga vikunnar í bland við sinn hefðbundna matseðil og nú verður í fyrsta sinn slegið upp glæsilegri veganhátíð þar sem boðið verður uppá fimm rétta sælkera matseðil sem hentar jafnt grænkerum sem öðrum.
Matseðillinn er sköpunarverk Írisar Maack matreiðslumeistara sem leikur listir sína í eldhúsi Hannesarholts dags daglega og hefur haft frumkvæði að því að innleiða veganfæði á matseðil hússins alla daga. Íris mun sjá um að matreiða fyrir gesti bæði kvöldin og það verður enginn svikinn þegar hún beitir töfrum sínum á hráefnið.
Matseðill:
– Rauðrófutvenna, anis, sítróna, truffluolía og ferskar kryddjurtir.
– Svart quinoa, langtímabakað lime-og chilimarínerað hvítkál, saffransósa og bakaður hvítlaukur.
– Túna úr garðinum; miso- og norimaríneruð vatnsmelóna, sesamolía, radísur, vorlaukur og svört sesamfræ.
– Portobello Wellington með rósmarín steiktum sætkartöflum, aspas og rauðvínsósu.
– Súkkulaði kaka með kókos/kaffiís, hindberjasósu og ferskum berjum
Verð kr. 8.900
Gestum gefst kostur á að kaupa sérvalin vín með matnum til að fullkomna upplifunina. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að gæða þér á hátíðar- vegankvöldverði þar sem hver réttur kitlar bragðlaukana.
Bóka þarf borð fyrirfram á hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511 1904 og aðeins þessi tvö kvöld í boði.