Hannearholt tekur virkan þátt í Barnamenningarhátíð og það á vel við að vikan hefjist á kvöldstund með manni sem hefur kennt ófáum börnum að spila á píanó í gegnum árin. Halldór Haraldsson og Jónas Sen ræða lífið og listina í Hljóðbergi, en Jónas var meðal þeirra barna sem Halldór kenndi á píanó. Síðar í vikunni verður boðið uppá söngstund með Grétu Salóme kl.15 fimmtudag og sunnudag og sögustund með Ólöfu Sverrisdóttur kl.16 fimmtudag og sunnudag og sögustund með Áslaugu Jónsdóttur á laugardag kl.14 og 16. Allir velkomnir.