Heilsuspjall er á döfinni þriðjudagskvöldið 12.apríl og ræða Þóra Andrésdóttir og Finnbogi Jakobsson um Hysteríu. Helga Þórarins þenur tónlistartaugina með gestum miðvikudagskvöldið 13.apríl. Diddú og Anna Guðný beita töfrum sínum á gesti í notalegu tónlistarsíðdegi laugardaginn 16.apríl. Kristín Þorkelsdóttir listakona sýnir portrettmyndir af Diddú sem hún hefur unnið nýlega. Ingibjörg Hjartardóttir segir frá skáldsögum sínum og tilurð þeirra í bókakaffi sunnudaginn 17.apríl kl.16.