Hvað er meira mannbætandi en að njóta góðrar tónlistar og taka þátt í að skapa tónlist? í Hannesarholti gefst hvort tveggja þessa vikuna. Laugardagskvöldið 30.apríl tekur jazzinn völdin og frábærir tónlistarmenn gæla við andann, Óskar, Eyþór og hinn Brasilíski Ife. Sunnudaginn 1.maí kl.15 býðst gestum að taka undir í fjöldasöng, með gleðigjöfunum Nönnu Hlíf og Evu Maríu. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.