Jóhanna Pétursdóttir ljósmyndari og landgræðslufræðingur sýnir í Hannesarholti makró-ljósmyndir sem teknar eru á á árunum 2005 – 2015. Sköpunarverk vatns í náttúrunni er meginþema sýningarinnar; þarinn í sjónum, plöntur í ferskvatni, vatn í lífverum og kynjamyndir í frosnu vatni eða myndir af gróðri á hverasvæðum. Jóhanna fangar að hið smáa sem alla jafna er okkur hulið. Myndirnar verða abstrakt, eru litríkar og stundum erfitt að segja til um viðfangsefnið.
Jóhanna útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1991 og lærði portrettljósmyndun hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni ljósmyndara.
Jóhanna starfaði sem ljósmyndari en vatt svo sínu kvæði í kross og útskrifaðist nýverið sem landgræðslufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í sýningunni tekst Jóhönnu listilega vel að flétta saman ljósmyndunina og fræðin.