Airwaves er að baki og aðrar listir banka uppá. Upplestur fjögurra skáldafélaga með nýjar bækur í höndunum á fimmtudagskvöld 10.nóvember, Sigurðar Pálssonar, Þórarinns Eldjárns, Einars Kárasonar og Sjóns. Opnun myndlistarsýningar Kristínar Þorkelsdóttur á laugardag 12.nóvember, brydduð ljúfum tónum frá Gunnari Kvaran. Sungið saman á sunnudag 13.nóvember með Hvassaleitisgenginu undir stjórn Svönu og Gísla Víkingsbarna. Síðan ný vika með fjölda ólíkra viðburða.