Sýningin stendur yfir til 20. janúar.

„Ég er þeirrar skoðunar að efnistök og stíll eigi rætur sínar að rekja til eilífðartogstreitu hæfileika og takmarkana. Mín eigin myndverk eru einfaldlega tilraun til að reyna að fanga síbeytilegt ljós og andrými náttúrunnar sem og manngerðs umhverfis.“

– Olivier Manoury
hraun-og-rafmagnOlivier Manoury (f. 1953 í Tulle í Frakklandi) ólst að mestu upp í París. Hann var alla tíð listhneigður og hóf myndlistarnám sem barn að aldri. Síðar las hann ensku og bókmenntir við Sorbonne háskóla og lauk þaðan meistaraprófi í nútímabókmenntum árið 1975. Samhliða háskólanámi var hann í listaháskóla Parísarborgar (Ecole National des Beaux Arts) þar sem hann lagði stund á málaralist hjá Gustave Singier og Jacgues Yankel, auk þess að læra höggmyndalist hjá Etienne Martin.

Drýgstan hluta ævi sinnar hefur Olivier þó starfað sem tónlistarmaður, enda er hann er vel þekktur sem bandóneonleikari í Frakklandi og víðar um heim. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús og danssýningar, spilað inn á fjölda geisladiska, auk þess að leika á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og Suður-Ameríku. Olivier leikur bæði tangó og jass en meðal þeirra hljómsveita sem hann hefur stofnað eru Tangoneon, Tempo Di Tango og Le Grand Tango. Síðasnefnda hljómsveitin er Íslendingum að góðu kunn, en hún er skipuð þekktum hljóðfæraleikurum úr íslensku tónlistarlífi.

Myndlistarmaðurinn Olivier Monoury talar um verkin sín:
„Margir málarar af klassíska skólanum notuðu vatnslitamyndir með sama hætti og við notum myndavélar; til þess að fanga augnablikið, muna útlínur, kompósisjón og liti. Vatnslitaskissan var síðan notuð til þess að fullvinna olíumálverk á vinnustofunni.

Ég á vitaskuld myndavél og því er vatnslitaskissan ekki áfangi á lengri leið fyrir mig, heldur markmið í sjálfu sér. Steinar á hraunbreiðu eru ekki teiknaðir og einungis örfáir skuggar og blettir verða að duga til að vekja í hugskoti áhorfandans einskonar minningu um hraun eða vegaspotta. Það hefur vakið athygli mína að í Frakklandi „þekkir“ fólk ekki hraunbreiðu eða svarta sanda þar sem það hefur aldrei borið slíkt augum. Vissulega gerir það sér grein fyrir andrými og náttúrufegurð í slíkri mynd, en fremur á afstæðan hátt. Sterkari tilfinningar byggjast á því að þekka hina raunverulegu fyrirmynd rétt eins og maður kann betur að meta góða portrettmynd ef maður þekkir viðkomandi fyrirmynd. Tilfinningarnar sem málverk vekja upp byggjast því ekki einugis á skynrænni reynslu heldur einnig vitsmunalegri.“